Danska merkið Only hefur löngum verið vinsælt fatamerki hjá íslenskum tískuaðdáendum enda ávallt með tískustraumana á hreinu.
Nýverið kom hingað til lands hópur af úrvals fólki úr tískuheiminum til að taka upp tískuþátt og myndband með fatnaði frá merkinu Only en það er eitt af mörgum merkjum sem Vero Moda býður upp á. Ljósmyndarinn var hinn rómaði Sune Czajkowski en hann tók bæði myndirnar og myndbandið. Um stílíseringu sá Barbara Gullstein. Förðun og hár var í höndum Sidsel Marie Bøg en hún hefur áður unnið fyrir m.a. snyrtivörumerkið Bobby Brown og Ítalska Vogue.
Myndatakan og myndbandið voru sem áður sagði tekin í íslenskri náttúru og er útkoman vægast sagt mögnuð. Mörg fræg merki hafa nýtt náttúrufegurð Íslands í myndatökum en þar á meðal eru Rolex og nú fyrir stuttu franska tískuhúsið Kenzo. Ef marka má þennan tískuþátt þurfa áhugakonur um tísku ekki að örvænta – Hér þarf enginn að vera lummulegur þó veturinn sé að skella á.
Falleg föt í einstöku umhverfi – Íslensk náttúra dettur seint úr tísku.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.