Massimo Dutti er algjörlega með þetta í nýrri ‘lookbook’ sem tískuhúsið sendi frá sér í október.
Hér gefur að líta sérlega fágaðan fatnað sem á sama tíma hefur svöl einkenni og er einstaklega karlmannlegur.
Pjattrófurnar myndu ekki amast við manni í svona fötum. Þetta er karlmannlegt, rómantískt, smart og fágað allt í senn.
Vörurnar fást víðast hvar erlendis og tískuhúsið vinnur með svipuðum hætti og Zara, dregur það besta af tískupöllunum og gerir það að sínu, en verðin eru hærri eða um það bil 25%.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.