Meistara Riccardo Tisci hefur tekist aftur að gera svo fallegt collection fyrir Givenchy að maður tárast við það að sjá þetta.
Hann fékk innblástur frá dansaranum Kazuo Ohno. Takmarkið er að fanga Japan, fyrr og nú og það var Philip Treacy sem gerði vélmenna-höfuðskrautið.
Hvert smáatriði í kjólunum er fullkomið og handgert, það tók 4000 klst að vinna hvern kjól enda eru þeir seldir á 100.000 dollara stykkið..
Kazuo Ohno sagði þetta um dansverk sín og mér finnast þessi orð eiga mjög vel við þessa stórkostlegu kjóla:
“The best thing someone can say to me is that while watching my performance they began to cry. It is not important to understand what I am doing; perhaps it is better if they don’t understand, but just respond to the dance.”
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.