Á morgun, þann 10. apríl, mun einstakur viðburður eiga sér stað!
Fyrirtækið BESTSELLER mun gefa viðskiptavinum sínum tækifæri á að styrkja góð málefni um leið og þeir versla í einhverjum af búðum þeirra en upphæðin af ALLRI sölu þennan dag, ekki 5% eða 10% heldur 100%, mun renna beint til góðgerðamála!! Þetta gildir um allar verslanir BESTSELLER allstaðar í heiminum.
Hér á Íslandi er BESTSELLER með búðirnar:
- Vero Moda
- Vila
- Selected
- Jack&Jones
- Name it
Búðirnar eru allar bæði í Smáralind og í Kringlunni.
50% af því sem safnast í kassann þennan dag mun renna til Krabbameinsfélags Íslands og 50% til aðþjóðlegu samtakana UNICEF, Save the Children og GAIN (The Global Alliance for Improved Nutrition). Smelltu hér til að lesa frekari upplýsingar um þetta á vef Krabbameinsfélagsins.
Fyrir þau sem búa útá landi en vilja samt styrkja gott málefni og fá sér eitthvað fallegt í leiðinni geta hringt í búðirnar en það mun vera starfsmaður á síma allan daginn. Hægt er að skoða úrvalið á netinu á facebook síðu verslananna: Vila – Vero Moda – Selected – Jack&Jones –Name it
Búðirnar munu opna fyrr þennan dag og eru opnar frá 09:00-21:00 svo öllum gefst tækifæri á að kíkja, fyrir vinnu eða jafnvel eftir vinnu!
Starfsfólk frá Krabbameinsfélaginu mun standa vaktina ásamt starfsfólki og einnig munu þjóðþekktir einstaklingar eins og Páll Óskar, Simmi og Jói og fleiri taka þátt í deginum. Ölgerðin mun einnig bjóða fólki uppá drykki fyrir utan búðirnar fyrir viðskiptavini.
Það verður opið frá 09:00 – 21:00.
Við hvetjum þig eindregið til að skella þér í búðir á morgun og taka þátt í þessum frábæra degi til að styrkja góð málefni og fá eitthvað fallegt í leiðinni, hvort sem er á þig, krakkana eða bara gjafabréf.
Þú mátt líka endilega læka og deila þessari færslu 🙂 ♥ Sharing is caring… Allir með!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.