Veltir þú því stundum fyrir þér hvers vegna þú virðist aðeins nota um tuttugu prósent af því sem er að finna í fataskápnum þínum og hvað þú átt að gera við hin áttatíu prósentin?
Systurnar Þóra og Lovísa Stefánsdætur svöruðu þessu þegar þær opnuðu vefverslunina Souk.is (borið fram ‘súk‘) en þar er hægt að bæði kaupa og selja fatnað og annað fínerí á góðu verði.
Við eru ansi margar sem kaupum stundum föt, jafnvel án þess að fara nokkurntíma í þau. Þetta gerist oft í kaupóðum verslunarferðum á erlendri grund, eða í útsöluæði hér á Íslandi. Stundum bætir maður á sig og ‘er alltaf á leiðinni’ að fara að grenna sig til að passa í nýju gallabuxurnar en það gerist bara ekki og fötin staflast fyrir í skápum og skúffum. Svo verður einhvernvegin of erfitt að henda þeim eða gefa beint í Rauða Krossinn … af því þú fórst í raun aldei í þau!
Á vefsíðunni SOUK.is geturðu selt fötin og keypt þér ný en systurnar bjóða upp á frábæra þjónustu þar í kring. Til dæmis gefst nýskráðum seljendum kostur á að fá helstu flíkurnar myndaðar á gínu, fötin taka sig jú mikið betur út þannig.
En það eru ekki aðeins notuð föt sem eru keypt og seld á Souk.is heldur geta hönnuðir opnað sín eigin sölusvæði eða aðrir sem hafa áhuga á að selja nýjan varning. Markmiðið er að geta rekið verslun heiman frá sér sem er skilvirk, einföld og þægileg fyrir notendur.
Það besta við Souk.is eru leitarmöguleikarnir. Þú getur leitað þér að fatnaði í nákvæmlega þinni stærð, þú getur valið þér lit og verðbil. Þannig er hægt að leita sér að hvítum kjól í stærð 38 og sjá hvað kemur upp.
Seljendur fá einnig einkun fyrir skilvirkni í viðskiptum en þetta eykur traust á milli notenda. Fram til 14 maí fá líka nýir notendur 15oo kr inneign sem nota má til að vekja frekari athygli á söluvörum.
Við skorum á þig að kíkja á Souk.is – frábær lausn fyrir tískudrósir og tildurrófur sem vilja hröð útskipti í fataskápnum.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.