Edda Guðmundsdóttir, stílisti verður í kvöld með vor/sumar 2012 Trend Forecast /fyrirlestur um tísku, fegurð og lífsstíl þar sem farið verður yfir liti, stíl og snið ásamt áhrifavöldum og hvernig þetta tengist og stefnir. Hún hefur til margra ára verið með slíka fyrirlestra fyrir The Limited Brands, Intercoiffure í París, Wella, Redken, L’oreal, Oil of Olay, Tank og fleiri aðila.
Edda hefur búið og starfað í New York í um 20 ár og unnið að margvíslegum verkefnum tengdum tísku og lífsstíl fyrir flest tískublöð beggja vegna Atlantshafsins.
Hún hefur stíliserað auglýsingar sem og tísku-, hár-, dans- og listsýningar.
Þá hefur hún verið ráðgjafi fyrir skólínur meðal annars hjá Michael Kors, Judith Leiber og Pancaldi, hannað tískufatnað við sérstök tækifæri en einnig verið liðtæk í hönnun einkennisbúninga fyrir hótel, veitingastaði og klúbba víðsvegar um Bandaríkin.
Edda sýnir hárverk með Hrafnhildi Arnardóttur á sýningu þeirrar síðarnefndu í Hönnunarsafni Íslands um þessar mundir.
Trend Forecast Eddu er ætlað sem verkfæri fyrir þátttakendur þar sem alþjóðlegar tískusveiflur geta verið virkjaðar í takt hvers og eins, þeim til framdráttar og markaðsforskots.
Trend Forecast Eddu verður haldið í samvinnu við Reykjavík Runway, mánudaginn 4.apríl kl. 18.30 í Saltfélaginu (áður Hugmyndahúsi háskólanna), Grandagarði 2 og kostar 8.500 kr. en 3.900 kr. fyrir nema.
Skráning fer fram á igg@reykjavikrunway.com
ATH. Það er takmarkaður sætafjöldi á þennan spennandi fyrirlestur!
Hér má líta á myndband sem Edda stíliseraði og fyrir neðan eru ýmsar myndir af verkefnum sem hún hefur komið að:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Aah43rhqUS8&feature=player_embedded#at=21[/youtube]Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.