Eftir fráfall Alexanders McQueen tók Sara Burton við sem yfirhönnuður og hefur lagt sig í lima við að halda uppi heiðri AM með ágætis árangri. Það sýndi sig þegar hún var valin til að hanna brúðarkjól Kate Middelton -Breskur hönnuður fær varla meiri heiður en þann að hanna kjól tilvonandi drottningar.
En það málar enginn eins og Picasso þó hann taki upp kúbískan stíl…Hjá tískuhúsinu má enn finna miklar tengingar við breska fánann, hauskúpuna, sækadelikk mynstrin og sígild herklæði sem einkenndi stíl Alexanders.
Ein helsta innkoma tískuhúsanna eru fylgihlutirnir og nú í haust er af mörgu að taka í húsi Alexanders McQueen. Mest áberandi eru “lófatöskur” með gylltum Swarowski-skreyttum hauskúpu-handföngum, hælalausir háir skór og fleira glitrandi glingur með hauskúpunum góðu. Margt ferlega töff og skemmtilegt en mikið er ég nú þreytt á breska fánanum sem virðist þó vera sívinsælt mynstur á töskur og fylgihluti.
Öll herlegheitin má finna á síðu Alexander McQueen og hér að neðan er brot af því sem mér finnst flottast…
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.