Það er svo gaman að poppa upp dress með fallegum fylgihlutum.
Hér eru fimm must have fylgihlutir sem eru á mínum óskalista til að poppa upp vetrardressin.
1. Gullúr
Eitt stykki stórt og áberandi gullúr er ofalega á mínum óskalista. Fallegt – og eiginlega bráðnauðsynlegt fyrir manneskjur eins og mig sem eiga það til að vera oft “fashionably late”
2. Bjartur varalitur
Þótt veturinn skelli á með tilheyrandi myrkri og kulda er óþarfi að leggja björtu varalitina á hilluna – lífgum upp á vetrardressið með fallegum og björtum varalitum.
3. Köflóttur trefill
Trefill er flík sem allir þurfa að eiga á okkar kalda Íslandi. Köflótt er jú eitt aðal trendið í vetur og því tilvalið að fjárfesta í einum köflóttum trefli til að halda á sér hita í vetur.
4. Metal belti
Þessi belti hafa verið áberandi upp á síðkastið og eru agalega smart við nánast hvað sem er.
5. Áberandi hálsmen
Fallegt, stórt og áberandi hálsmen passar við hvaða dress sem er, hvort sem það er þægileg peysa eða fallegur kjóll. Djúsí peysa og fallegt hálsmen finnst mér einmitt fullkomið vetraroutfit!
Fallegir fylghlutir setja punktinn yfir i-ið og því um að gera að láta eftir sér eins og eitt hálsmen eða varalit af og til.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com