Freja Beha er dönsk fyrirsæta sem var uppgvötuð af tilviljun og hefur ekki haft undan síðan. Freja er frekar strákaleg en samt kvenleg. Hún hefur þennan X-faktor sem fyrirsætur verða að hafa.
Freja hefur m.a verið í herferðum fyrir Chanel, Gucci, Valentino, Harry Winston, Karl Lagerfeld, H&M og hefur prýtt forsíður og öllum helstu tískutímaritum heims. Hún er gjörsamlega ÚTUM ALLT!
Við Ásta samstarfskona mín lágum spenntar yfir september blaði Vogue sem eins og flestar konur vita er þeirra stærsta blað á ári hverju. Freja prýðir forsíðuna og ansi margar auglýsingar í blaðinu. Við ákvaðum að gamni okkar að telja hversu oft Freja kemur fyrir í blaðinu og hún var á samtals 22 myndum!
Stundum er bara aðeins of mikið af því góða! Það eru til fleiri flott módel og mikið af þeim!
Ég er komin með upp í kok af henni, eins leiðinlegt að það er, þar sem hún var ein af mínum uppáhalds fyrirsætum þegar hún kom fyrst fram á sjónarsvið.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.