Við syrgjum margar hana Amy Winehouse en minning hennar mun lifa um ókomin ár.
Í dag fór í sölu vor/sumar lína Amy Winehouse sem hún hannaði í samstarfi við breska framleiðandann Fred Perry.
Í fatnaðinum má sjá áhrif frá 50’s og 60’s árunum, en þau voru jú aðalsmerki söngkonunnar, þá sér í lagi trend frá Bandaríkjunum sem tengja má við rokk og ról þess tíma.
Þetta er önnur lína sem fer á markað tengd þessu samstarfi en Amy vann að línunni ásamt hönnuðum Fred Perry þegar hún lést í júlí á þessu ári. Þá hafði þegar verið sett á markað haust og vetrarlínan 2011.
Allur ágóði af sölu fatanna rennur til góðgjörðarmála tengdum fíkniefnavandanum en fjölskylda Amy með föður hennar Mitch í fararbroddi hefur unnið ötullega að slíkum málum eftir fráfall stjörnunnar.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.