Tískan fer sínar leiðir og endurspeglar hefðir eða strauma þess samfélags sem hún birtist í. Tískan í Danmörku er gerólík því sem við sjáum í Argentínu og svo mætti lengi telja.
Auðvitað er síðan samhljómur víða, sumir straumar berast lengra en aðrir og svo eru ákveðin trend í gangi hjá líkum menningarhópum. Þannig getur ákveðin tíska gripið um sig hjá bissnissmönnum sem byrjar kannski í Bandaríkjunum en dreifist svo um allann heim.
Þessi myndaþáttur er fengin að láni úr júlíheftinu af indónesíska Elle. Myndirnar eru ægifagrar, litirnir svo djúpir og fallegir og stemmningin munúðarfull og framandi.
Fatnaðurinn er svo að hætti Indónesíubúa. Taktu eftir slánni sem er bundin yfir bringu karlmannsins og stuttbuxunum. Þá virðast efnin bæði lituð og unnin í Asíu. Virkilega skemmtilegt.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.