Það myndaðist virkilega góð stemmning þegar verslunin F&F var opnuð í gær með mikilli viðhöfn en skemmtileg tískusýning var sett upp fyrir framan F&F sem hefur aðsetur sitt inni í Hagkaup á annari hæð Kringlunnar.
Kringlugestir á öllum aldri röðuðu sér forvitnir kringum sýningarpallana en þar voru fyrirsæturnar á aldrinum fimm ára og upp úr enda úrvalið í versluninni fyrir konur og karla á öllum aldri, alveg niður í þau allra minnstu.
Anna Rakel Róbertsdóttir þeytti skífum meðan fyrirsæturnar sýndu föt og léku listir sýnar. Meðal þeirra voru t.d. Dýri Kristjánsson sem er nýji íþróttaálfurinn og Brynjar Dagur Albertsson, sigurvegarinn í Ísland got Talent.
Versluninni var mjög vel tekið af viðskiptavinum sem var full út úr dyrum fram að lokun enda ekki á hverjum degi sem íslendingum býðst að kaupa tískufatnað á frábæru verði.
Eins og við sögðum frá fyrr í vikunni er verðlagið hjá F&F í takt við það sem tíðkast hjá alþjóðlegum keðjum á borð við HM og Forever 21 en F&F verslanir er jafnframt að finna um allann heim.
Látum myndirnar tala sínu máli…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.