Carrie nokkur Bradshaw var, er og verður uppáhalds sjónvarpspersóna okkar margra. Tískudrós mikil og ávallt uppábúin og flott. Jaa, svona oftast nær í það minnsta.
Stílistar þáttanna virðast í nokkrum tilfellum hafa gengið einum of langt í frumlegheitum þegar kom að því að velja klæðaburð Carrie. Förum aðeins yfir nokkur dress og ímyndið ykkur þennan klæðaburð á öðrum en Carrie Bradshaw…
Skupla? Mussa? Kvartleggins?
…og það við háa hæla!
Og eigum við að fara út í litasamsetninguna? Ég held það sé óþarfi!
Þetta er ljótt… frá toppi til táar! Nei annars, skórnir eru fab!
Látum þetta bláa ský hverfa og þá gætum við verið að tala saman – svona með tísku þessa tíma í huga!
Ég ætla að láta það vera að dæma þessa magasýningu!
En beltið! Hver pælingin er þar á bakvið þætti mér gaman að vita.
Rauðhettuþema hér. Henni er þó fúlasta alvara með þessa skikkju!
Hestaveski og kisupils? Einhver? Nei það er hæpið að einhver api þennan klæðnað eftir Carrie.
Þessi mynd er einstaklega krúttleg sé litið framhjá þessum nærbuxum Bradshaw.
Það mætti halda að þetta kántrý lúkk hafi verið búið til úr gömlum gardínum!
Hér höfum við frægasta outfit Carrie og ég elska það!
En burt séð frá því þá er afar hallærislegt að klæða sig upp eins og ballerína og ganga þannig um götur Manhattan. Bara hin eina sanna Carrie kemst upp með það, vona ég!
Teinóttar smekkbuxur og doppóttur polo bolur verða seint smekkleg blanda.
Áberandi karakter, það er nokkuð ljóst. En þessi dress mega bara geymast vel inní fataskáp Carrie Bradshaw og aldrei líta dagsins ljós aftur.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com