Það er víst komið haust þrátt fyrir sólríkan og nokkuð hlýjan september þá hefur ekki farið framhjá okkur að falleg vetrarfatnaðaurinn er farin að detta inn í tískuverslanirnar.
Þegar kemur að fatnaði þá eru haustfötin í miklu uppáhaldi hjá mér: kápurnar, skórnir og kósý peysur sem verma líkamann fyrir komandi kalda daga og nætur. Og ekki má gleyma fylgihlutunum! Skartgripir, hanskar og töskur.
Þrátt fyrir að ekki sé langt i kuldabola er um að gera að njóta haustsins og klæðast í litum – tók saman nokkrar myndir af fallegum fatnaði.
Fleiri skemmtilegar myndir af haust og vetrarfatnaði má sjá HÉR en þessar myndir tók ég í miðborg Reykjavíkur í fyrra.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.