We Are Handsome sundfötin eru sérstaklega hressandi og töff. Ég er mjög hrifin af bæði sniðum og mynstrum sem þau nota.
Baðfatatíska getur verið svo einsleit, hvers vegna ekki að vera töff í sundlauginni eins og annars staðar? Úlfa-sundbolur eða loftbelgja-bikini gera sundferðina skemmtilegri og mismunandi sniðin henta mismunandi vexti.
Þessi sundföt fást í KronKron á Íslandi og á netinu hér.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.