Margir helstu leikarar og leikkonur heims eru staðsett í frönsku borginni Cannes á kvikmyndahátíð sem fram fer þar í borg. Að vanda er fjöldi ljósmyndara á hliðarlínunni þegar stjörnurnar ganga rauða dregilinn og mynda það sem fyrir augum ber.
Lítum á nokkrar myndir frá rauða dreglinum síðustu daga…
Klaufar
Síðkjólar með hárri klauf til að sýna sólbrúna leggina.
Ljóst
Fallegir ljósir kjólar
Svart
Tóku enga sénsa í fatavalinu þessar. Sjóðheitar í svörtu samt sem áður.
Pastel
Þessar völdu sér kjól í pastel litum fyrir þann rauða, fallegir litir.
Fjaðrir
Ólíkir kjólar en eiga það eitt sameiginlegt að skarta fjöðrum sem gerir þá einstaklega glæsilega.
Blake Lively
Þessi gullfallega leikkona hefur lengi verið mitt uppáhald þegar kemur að klæðaburði. Hún toppar sig allveg á þessari hátíð og ég ætla að taka mér það bessaleyfi að krýna hana best klæddu konu Cannes hátíðarinnar.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com