Nokkur trend hafa verið áberandi undanfarið og verða áfram í sumar. Auk þess eru nokkrir hlutir sem ekki má vanta í fataskápinn, í von um sólríkt sumar á klakanum okkar góða.
Hér eru fimm atriði…
Pastel
Pastel litirnir eru áberandi í sumartískunni í ár eins og fyrri ár. Það er sterkur leikur að næla sér í eins og eina flík í fallegum pastel lit fyrir sólríka daga í sumar.
Sundfatnaður
Það má enginn klikka á því að eiga fallegt sunddress í sumar. Úrvalið er endalaust – það er bara að finna sinn drauma sundfatnað til að spóka sig um á sundlaugabakkanum eða í Nauthólsvíkinni í sumar!
Sólgleraugu
Önnur nauðsyn fyrir sumarið. Allir ættu að eiga ein vönduð sólgleraugu sem henta sínu andlitslagi.
Blómamunstur
Það gerist varla sumarlegra en flíkur eða aukahlutir með blómamynstri, er það? Áberandi trend sem ég mæli með!
Lágbotna skór
Það ætti enginn að verða þreyttur í fæturnar í sumar. Himinháu hælarnir fá hvíld og strigaskór, gömlu góðu Birkenstock skórnir og mokkasíur eru það sem koma skal í sumar.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com