Alþjóðlega tískuvörukeðjan F&F, sem nýlega opnaði á 2. hæð Kringlunnar hefur slegið öll sölumet og ljóst að vörur verslunarinnar falla Íslendingum vel í geð.
F&F, sem er í stórsókn um heim allan, býður tískufatnað fyrir konur, karla og börn á enn lægra verði en áður hefur þekkst hér á landi.
Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum en fljótlega seldust margar flíkur upp: „Við vonuðumst til að íslenskir neytendur, sem eru kröfuharðir á verð og gæði, myndu taka okkur vel en viðtökurnar voru betri en þeir allra bjartsýnustu þorðu að vona. Við erum í skýjunum. Við bjóðum alltaf upp á nýjar vörur í hverri viku en viðtökurnar hafa verið svo góðar að við getum ekki beðið eftir sendingu með næsta skipi og verðum því að fljúga næstu sendingu hingað strax í vikunni.“
Þetta eru frábærar fréttir enda verður útskipting á vörum hröð þegar svona vel gengur og tískuunnendur sem hafa gaman af að kaupa góðar flíkur á flottu verði fá þá reglulega eitthvað nýtt að skoða í F&f. Æði!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.