Um síðustu helgi var fyrsta alvöru stóra samvinnuverkefnið á annari önn í Fashion Academy unnið…
…Þá fengu ljósmyndanemar að vinna náið með stílista- og förðunarnemum. Hópurinn fór saman út í Gróttu á Seltjarnarnesi en náttúran þar er virkilega falleg -og aðallega þennan dag þar sem við vorum svo heppin með veður!
Á milli þess sem að ég myndaði módel fyrir stílista þá smellti ég nokkrum myndum af nemendum að vinna. Ég held að það sé óhætt að segja að allir hafi verið ánægðir en bráðum fá lesendur að sjá útkomu samvinnunnar.
Þau sem eru að íhuga nám við Fashion Academy ættu að kynna sér málið á heimasíðu þeirra en þessar myndir segja líka fullt…
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.