Eskimo/Next keppnin fór fram í Hörpu 18.apríl s.l. Keppnin var haldin í samstarfi við Maybelline og Oroblu en ellefu stúlkur sýndu þar fatnað frá jafnmörgum íslenskum hönnuðum.
Þórunn Antonía tók einnig lag við góðar undirtektir en kynnir kvöldsins var önnur söngkona, Rósa Birgitta Ísfeld.
Dómnefndina skipuðu þau Jason Valenta frá Next, Kjartan Már Kjartansson ljósmyndari, Ellen Loftsdóttir stílisti, Brynja Jónbjarnardóttir fyrirsæta og Hildur Yeoman fatahönnuður.
Stelpurnar voru farðaðar með vörum frá Maybelline og Karl Berndsen frá Beauty barnum sá um hárið.
Þrjú sæti voru valin ásamt Maybelline andliti ársins en sú sem varð fyrir valinu þar er Steinunn María Agnarsdóttir og fékk hún 100.000 kr saming við Maybelline.
Í fyrsta sæti var Gyða Katrín Guðnadóttir sem vann ferð til New York á vegum Next ásamt gistingu í módelíbúð og test með velþekktum ljósmyndurum þar. Einnig fékk hún gjafapakka frá Maybelline og Oroblu, úlpu frá Cintamani, árskort í Worldclass og forsíðu Nude.
Í öðru sæti var Ólöf Ragna Árnadóttir og þriðja sætið fékk Bríet Ólína Kristinsdóttir. Þær fengu báðar gjafapakka frá Maybelline og Oroblu, gjöf frá Cintamani, tveggja mánaða kort í Worldclass og tískuþátt í Nude.
Smelltu í gegnum galleríið til að skoða myndir af stemmningunni, hári, förðun og fleira fíneríi…
Til hamingju stelpur!
__________________________________________________________________________
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.