Nú nálgast sumarið… með grillveislum (vonandi garðveislum) og auðvitað brúðkaupsveislum.
Þá er gott að eiga fallegan kjól að fara í. Kjól sem er fallegur og rómantískur, án þess þó að vera svo yfirmáta rómantískur að hann skyggi á brúðina sjálfa.
Svartur kjóll er ekki endilega viðeigandi, enda ekki um sorgarviðburð eða alvarlegan að ræða. Þetta er með skemmtilegustu veislum sem hægt er að fara í. Fólk að pússa sig saman og játast hvort öðru um aldur og ævi. Ekki annað hægt en að fagna því!
Íslenska merkið Freebird framleiðir sérlega rómantískar og fallegar flíkur sem óhætt er að mæla með sem fyrirtaks fatnaði fyrir brúðkaupsveislur eða aðra rómantíska viðburði. Til dæmis út að borða með ástinni… já eða þessvegna á fyrsta deitið.
Á myndunum sem hér fylgja má sjá það nýjasta úr vorlínu Freebird. Einstaklega rómó og sætar flíkur. Víðar og þægilegar og hægt að klæðast við fleiri tilefni því oft er mjög smart að fara í svona ‘glamúr’ flík við t.d. leðurbuxur eða gallabuxur og í síða prjónapeysu yfir.
Smelltu HÉR til að skoða fleira fínt frá Freebird.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.