Ég held að við könnumst allar við að hafa einhverntíman verið á barmi taugaáfalls á leið útá lífið. Við eigum “ekkert” til að vera í, erum með “ljótuna” og hárið á okkur er með sjálfstæðan vilja.
Okkar helsta vandamál virðist vera fataskápurinn: Skipulegðu skápinn þinn vel og fjarlægðu það sem þú hefur ekki notað í einhvern tíma! Flíkur sem við notum ekki gera lítið annað en að flækjast fyrir og rugla okkur. Gefðu þær í Rauða krossinn eða geymdu uppá háalofti.
1. Skipulegðu fötin eftir gerð
Öll pils saman, allir kjólar saman osfrv. Þá færðu betri heildarmynd yfir hvað þú átt og hvað þig vantar. Við konur eigum það til að eiga okkur veikleika þegar kemur að fatakaupum og kaupum alltaf það sama. T.d kaupi ég endalaust af skóm og yfirhöfnum. En ekki get ég farið útá lífið í bara kápu og skóm!
2. Hafðu eitt átfitt sem þú getur alltaf gripið í
Ég er mjög upptekin manneskja og sjaldan sem ég hef marga tíma til að gera mig til. Stundum kem ég heim úr vinnu kl. hálf 8 og þarf að vera mætt annað klukkan níu. Þá kemur litli svarti kjóllinn sterkt inn. Mitt “safety” átfitt er svartur kjóll, rauður varalitur og léttar krullur í hárið. Tekur mig ekki nema korter að gera mig til!
3. Endaðu á því að velja fötin
Það tekur mig alltaf lang mestan tíma að finna föt. Staðreyndin er sú að við erum oft ekki ánægðar með okkur í flíkum fyrir allir hinir hlutirnir eru komnir! Hár og meiköpp getur gert svo mikið fyrir okkur. Kjóll sem okkur finnst kannski ekkert spes getur verið allt önnur flík þegar við erum uppstrílaðar.
4. Skipulag!
Segjum að þú hafir ekki nema klukkutíma til að gera þig til:
– Gefðu þér korter í að mála þig, korter í að gera á þér hárið og korter í að velja föt og fylgihluti.
– Oftast er eitthvað af þessu þrennu sem við erum ekki alveg nógu ánægðar með og þarna áttu þá korter aflögu til að einblína á þann hlut en ert samt orðin nokkuð tilbúin!
Góða skemmtun!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.