Af öllu sem fylgir tískunni finnst mér persónulegur stíll alltaf flottastur. Ef þú ert flott í því þá skiptir ekkert annað máli.
Fatahönnuðir, bloggarar, vinir og fleiri geta ávallt gefið þér góðar hugmyndir um töff klæðnað og það er oft ekki að ástæðulausu að sumt verður vinsælla en annað.
Engu síður finnst mér ég oft taka eftir því að við á Íslandi eigum það stundum til að gleyma að hugsa út fyrir það sem er í tísku hverju sinni, þar er ég sjálf líka meðsek.
Við eigum samt að elta okkar eigin stíl og móta hann. Stundum er eins og við þorum ekki að krydda upp það sem er vinsælt með okkar eigin fatasmekk og stíl, blanda öllu því saman sem skapar svo eigin stíl.
Ég lít svo á að fötin séu bara ein af mörgum leiðum til að tjá sig. Ég til dæmis heillast mikið af fólki sem fer sínar eigin leiðir þegar viðkemur fatastíl.
Hvert er ég að fara með þetta?
Jú, ég er að hvetja þig (og mig) til þess að virkja þinn eigin stíl og halda áfram að móta hann eða þróa. Það sem er í tísku er ekki vinsælt að ástæðulausu, — það er sennilega mjög smart. En við erum þó sannarlega öll ólík og því óþarfi að vera öll í “sömu” fötunum. Það er líka svo miklu skemmtilegra að setja sitt eigið “twist” á það sem er í tísku hverju sinni. Bara svona til þess að skilja sig að minnsta kosti frá hjörðinni – Hvað finnst ÞÉR flott?
Sjáið þessar glæsikonur hér að neðan sem hafa allar á einn eða annan hátt sett sterkan persónulegan stíl í klæðnað sinn og ég er að fíla það í ræmur!
Við þurfum auðvitað ekki að fara ýktustu leiðina en þú skilur vonandi hvað ég á við.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.