Íslensk stelpa að nafni Erna Einarsdóttir er nú að útskrifast með MA í fatahönnun frá hinum virta skóla Central Saint Martins. Erna var ein af 20 útskriftarnemum sem fengu að taka þátt í útskriftarsýningunni…
…Þar er Erna að feta í fótspor frægra hönnnuða á borð við Stella McCartney, Alexander McQueen og John Galliano.
Útskriftar-lína Ernu er mikið til gerð úr íslenskri ull. Í línunni er mikið um fallegar ullarpeysur og þröng síð pils, aðallega í gráu, svörtu og silfurtónum. Fágað og vandað ‘collection’ með smá sérstöðu í smáatriðum eins og loðfeld á öxlum og uppbrettar ermar. Erna hefur hlotið lof gagnrýnenda bæði á ID online og Vogue Style.com , og ID lýsti línunni svo skemmtilega;
A perfect take on “The Killing” chic!
Það er hægt að sjá allt ‘collectionið’ hér!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.