Andrej Pejic er tvítug fyrirsæta á uppleið. Hann á króatískan föður og serbneska móður og var alinn upp í Ástralíu. Andrej byrjaði ungur að sitja fyrir og sérstakt útlit hans vakti athygli frægra ljósmyndara á borð við Steven Meisel, Mert Alas og Marcus Piggot.
Það sem er sérstakt við hann er að hann hefur svo kvenlegt útlit að hann hefur setið fyrir sem bæði kona og maður.
Andrej hefur sko feykinóg að gera sem “kvenfyrirsæta” bæði á tískupöllunum og í auglýsingaherferðum fyrir stóru hönnuðina, Jean Paul Gaultier, Marc Jacobs, Gucci, Martin Margiela ofl.
Andrej er ímynd stílsins sem heitir “androgynous” sem þýðir í raun “kynlaust” og er verið að vísa til fatnaðar sem hentar bæði konum og körlum, með sniðum sem henta helst þeim sem háir eru og grannir.
Hér að neðan má sjá myndband með Andrej sem Fumi Nagasaka gerði fyrir Dazed Digital, hún notaði tónlist Andra Ásgrímssonar og fatnað frá Raf Simons.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=gSgzWnvRJYA[/youtube]
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.