Tíska: Er hið fullkomna kærustupar í tísku?

jack-emma-1-1200

Það gerist einstöku sinnum að maður mætir pari út á götu sem gengur hönd í hönd, í takt við hvort annað. Samstíga, með sama fas og svipbrigði – í alveg eins jökkum, með svipaða húfu og jafnvel í eins skóm.

Come on – það er pínulítið fyndið, ekki satt? Það má vel vera að einhverjum þyki þetta fullkomið og þarna sé einstök tenging milli parsins sem augljóslega speglar sig í hvoru öðru útlitslega og í klæðaburði. Það eru þó ávallt til undantekningar og ég þekki nokkur pör sem að mastera þetta á fágaðan hátt. Það er hins vegar til önnur leið að klæða sig í stíl án þess að klæðast nákvæmlega sömu flíkinni í sama lit og líta út eins og makinn.

travis-vivien-2-1200
Innblástur franska tískufatamerkisins, The Kooples byggir einmitt á þeirri hugmynd. Tískufatnaður fyrir kærustuparið sem hefur sérstaka sögu og tengingu. Ég uppgötvaði þetta merki í Kaupmannahöfn og féll strax fyrir auglýsingunum þeirra sem eru sjóðandi heitar en fyrirsæturnar eru kærustupör sem deila örlítið af ástarsögu sinni.

The Kooples er merki fyrir bæði hann og hana, allt frá street wear, fínni kvöldfatnaði og sportlegri fatnaði. Auk þess er The Kooples með skófatnað og fylgihluti. Verslanir er að finna víðs vegar um heiminn en endilega fylgist betur með hér.

max-eve-2-1200

finn-emma-1-1200

Sjáið myndbandið hér að neðan, það kemur skemmtilega á óvart!

https://www.youtube.com/watch?v=ALItnpt-Hfw

 

 

 

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: Tíska: Er hið fullkomna kærustupar í tísku?