Það gerist einstöku sinnum að maður mætir pari út á götu sem gengur hönd í hönd, í takt við hvort annað. Samstíga, með sama fas og svipbrigði – í alveg eins jökkum, með svipaða húfu og jafnvel í eins skóm.
Come on – það er pínulítið fyndið, ekki satt? Það má vel vera að einhverjum þyki þetta fullkomið og þarna sé einstök tenging milli parsins sem augljóslega speglar sig í hvoru öðru útlitslega og í klæðaburði. Það eru þó ávallt til undantekningar og ég þekki nokkur pör sem að mastera þetta á fágaðan hátt. Það er hins vegar til önnur leið að klæða sig í stíl án þess að klæðast nákvæmlega sömu flíkinni í sama lit og líta út eins og makinn.
Innblástur franska tískufatamerkisins, The Kooples byggir einmitt á þeirri hugmynd. Tískufatnaður fyrir kærustuparið sem hefur sérstaka sögu og tengingu. Ég uppgötvaði þetta merki í Kaupmannahöfn og féll strax fyrir auglýsingunum þeirra sem eru sjóðandi heitar en fyrirsæturnar eru kærustupör sem deila örlítið af ástarsögu sinni.
The Kooples er merki fyrir bæði hann og hana, allt frá street wear, fínni kvöldfatnaði og sportlegri fatnaði. Auk þess er The Kooples með skófatnað og fylgihluti. Verslanir er að finna víðs vegar um heiminn en endilega fylgist betur með hér.
Sjáið myndbandið hér að neðan, það kemur skemmtilega á óvart!
https://www.youtube.com/watch?v=ALItnpt-Hfw
Vatnsberinn Marín Manda fæddist í Danmörku, er alin upp á Íslandi en hefur þó mestmegnis búið í Kaupmannahöfn á fullorðinsárum. Hún hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina: markaðsmál, blaðamennsku, útvarp, hönnun og sölu. Hún hefur rekið eigin verslun og er núna í fullu námi í nútímafræðum.
Marín Manda elskar að ljósmynda, hjóla með vindinn í andlitið, þræða nytjamarkaði, skoða innanhúshönnun, ferðast á framandi slóðir og svo er hún nýbúin að uppgötva jóga. Hún er ferðalangur, mikil draumórakona og stundum einum of einlæg. Hún er líka mamma, á tvö dásamleg börn sem heita Alba Mist og Bastian Blær.
Mottó: Kýldu á það!