Notkun myndvinnsluforrita til að fullkomna ljósmyndir af fyrirsætum hefur verið umdeild lengi. Þessar myndir sjáum við t.d. á forsíðum tímarita og í auglýsingum og gera þær óraunhæfar útlitskröfur til fólks.
Alexandra Shulman, ritstjóri breska Vogue, fór nýverið í viðtal hjá BBC Radio 2 og svaraði nokkrum spurningum um málefnið.
„Fólk spyr mig alltaf af hverju ég nota svona mjóar fyrirsætur og bendir mér á að svona líti venjulegt fólk ekki út. En enginn vill sjá venjulegt fólk á forsíðu Vogue,“ sagði Alexandra Shulman sem trúir að Vogue snúist að vissu leyti um fantasíur og drauma.
Aðspurð að því hvort að hún teldi að hönnuðir ættu að notast við stærri fatastærðir svaraði hún játandi.
„Mér finnst að fatahönnuðir ættu að framleiða stærri stærðir og nota stærri fyrirsætur á tískupallinn. Ég hef sagt það margoft. En við sjáum meiri fjölbreytni í dag heldur en hér áður fyrr, þetta er að breytast.“
Hvað finnst þér, vilt þú sjá ”venjulegt” fólk í tískutímaritum?
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.