Kvikmyndin Scarface var sýnd á RÚV síðasta sunnudagskvöld. Án efa ein besta mynd síðustu aldar enda margverðlaunuð og löngu komin á stall með svokölluðum költmyndum.
Ég hef nokkrum sinnum séð þessa ágætu mynd en af einhverjum ástæðum fór hinn ofursmarti stíll Elviru Hancock framhjá mér í þessi fyrri skipti.
Á sunnudagskvöld tók ég vart eftir öðru.
Elvira Hancock er leikin af Michelle Pfeiffer sem þá var að rísa upp á stjörnuhimininn í Hollywood. Ári áður lék Michelle í Grease 2 en það var Scarface sem kom henni á kortið. Af einhverjum ástæðum sló hún alveg í gegn sem hin alvörugefna, kókaínsjúka eiginkona glæpamannsins Tony Montana.
Þessi karakter hefur vakið innblástur með mörgum frægum hönnuðum en meðal annars var vor og sumarlína Gucci árið 2006 sniðin út frá Elviru…
Stíllinn er elegant, ‘ríkur’, kvenlegur og ákaflega ‘sleek’ (stundum vantar íslensku orðin). Margir straumar sem sjást á stíliseringunni eru hæstmóðins um þessar mundir, til dæmis pallíetturnar, blazer jakkarnir og formið á sólgleraugunum. Svo finnst mér hárið og förðunin alveg fullkomin.
Sjáðu bara…
_________________________________________________________
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.