Blóm er áberandi í sumar 2013 línu Prada þar sem flestar flíkururnar og aukahlutirnir eru skeyttir með blómamynstri…
…Aukahlutir línunnar eru vægast sagt sérstakir.
Töskurnar og gleraugun minna helst á barnaleikföng og eru líklegast aðeins örfáir sem gætu ‘púllað’ til dæmis þessi gleraugu.
Skórnir eru algjör hörmung að mínu mati og líkjast helst sokkum.
En förðunin var mjög flott á sýningu línunnar.
Eldrauðar varir með ‘highlight’ og hlutlaus augu. En hárið var svo í stíl við aukahlutina…sem sagt spes!
Gaman að skoða!
______________________________________________________________________________________
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.