“Beige is the color of DEATH! Sorry..” sagði eldri kona í þætti BBC4 sem hefur vakið mikla athygli.
Hver segir að eldri konur megi ekki klæða sig í tískufatnað eða hafa sérstakan stíl? Þær vilja vera skilgreindar sem eitthvað annað og meira en “eldri konur”, lífið er ekki búið þó þú sért orðin gömul.
BBC4 gerði heimildaþáttinn “Fabulous Fashionistas” um 6 eldri konur sem hafa sérstakan stíl eða klæða sig, klippa og farða eftir nýjustu tísku og neita að samþykkja “norm” samfélagsins um að þær eigi að vera prúðar, fara í lagningu og klæða sig í beigelitaðar pilsdragtir.
Jean Woods varð ekkja um sjötugt. Hún sótti þá um vinnu hjá Gap til að ná endum saman og hafa eitthvað fyrir stafni en eftir einhvern tíma færði hún sig svo yfir í vinsæla tískuverslun. “Það að vera 71 árs þýðir ekki að þú sért hætt að geta haldið uppi samræðum við fólk á öllum aldri og verið góður starfskraftur” sagði Joan í myndinni.
Meðalaldur kvennanna í myndinni er 85 ára og líta þær allar ofboðslega vel út, þær eiga það sameiginlegt að vera allar lífsglaðar, ákveðnar í því að láta aldurinn ekki halda aftur af þeim og lifa heilbrigðu líferni og hreyfa sig.
Sannarlega flottar fyrirmyndir og get ég ekki sagt annað en að mig hlakki til efri ára ef ég verð svo lánsöm að vera eins hraust og glöð og þessar skvísur! 🙂
Heimildaþátturinn sem má ekki missa af er hægt að sjá hér:
[youtube]http://youtu.be/4znrNtLKDE4[/youtube]
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.