Það er fátt sem kemur manni í meira jólaskap en að rölta Laugaveginn í jólasnjó og ljósum í leit að jólakjólnum.
Ég tók saman nokkra guðdómlega jólakjóla ofl. sem ég fann á Laugavegi, flestir kjólarnir eru úr Kiosk en einhverjir fást í Aftur, ELM og Andersen & Lauth, en þeir hafa það allir sameiginlegt að vera íslensk hönnun. Við eigum svo æðislega fatahönnuði að það er synd annað en að kaupa af þeim, beint frá hönnuði til þín.
Svo er líka alltaf skemmtilegra að eiga fallega flík sem enginn eða fáir aðrir eiga.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.