MuffinTopKiller buxurnar slógu rækilega í gegn í fyrra en á þessu ári var línan stækkuð og nú er hægt að fá peysu og fleira fallegt í merkinu.
Theodóra Elísabet Smáradóttir hönnuður er konan á bak við MuffiTopKiller en með línunni vildi hún framleiða fatnað sem mótar vöxtinn og línurnar en er um leið þægilegur og fallegur og úr vönduðum efnum.
Ein af nýjungum þeirra eru buxur sem heita því langa og virðulega nafni Peg Pants w/undercover Body Shaper.
Theódóra segist hvergi hafa rekist á sambærilega vöru, hvorki hér né erlendis. Þetta eru víðar buxur en inní þeim eru sérstakar stuðningsbuxur sem ná niður að lærum:
“Þannig að þú ert að fá aðhald frá mitti og niður. Buxurnar eru alveg kyrrar á sínum stað (ólíkt mörgum sem við höfum prófað í þessum víðu buxum) og stuðningur við öll „vandræðasvæðin“ okkar kvenna,” segir Theódóra.
Í fyrsta sinn koma nú á markaðinn peysur í merkinu en þær eru líkt og aðrar flíkur í línunni, framleiddar með það í huga að fegra vöxtinn og draga fram það kvenlega.
Peysurnar eru gerðar úr íslenskri ull og eru mjög vandaðar en röndótta peysan er saumuð á þann hátt að rendurnar ýkja mittið þannig að maður virðist hærri og grennri.
ÞÚ GETUR MÁTAÐ HEIMA HJÁ ÞÉR
Konur á öllum aldri, allt frá unglingum og upp úr, kunna vel að meta flíkurnar frá MuffinTopKiller en nú bjóða þær skvísur upp á kynningar í heimahúsum fyrir hópa eða í fyrirtækjum: “Sumar konur vilja einmitt máta vörurnar okkar áður en þær „þora“ að kaupa af netinu,” segir Theódóra og bætir við að þær hafi slegið í gegn á konukvöldi á Húsavík í október þar sem Sigga Kling var kynnir. “Hún er orðin einn helsti stuðningsmaður okkar og mikill aðdáandi línunnar sem er auðvitað bara frábært – flott kona að hafa í hópnum.”
Í síðustu viku kynntum við glænýja vöru fyrir jólin, Body Shaper – undir jólakjólinn! Frábær vara sem passar að ekkert ‘muffintop,’ eða hliðarspik sé að gera vart við sig undir jólakjólnum og frábært aðhald niður að hnjám. Þetta er hugsað fyrir skvísurnar sem vilja vera berleggjaðar í jólakjólnum/pilsinu en njóta samt allra kostanna við MuffinTopKiller buxurnar.
LÍKA FYRIR GRANNAR KONUR
Theódóra leggur áherslu á að MuffinTopKiller buxurnar séu fyrir mjög breiðan hóp af konum, ekki aðeins þær mýkri. “Ég er t.d. frekar grannvaxin en er alltaf í svona buxum undir gallabuxum þar sem mér finnst þær bara sitja betur á mér og verða þægilegri. Það er líka leiðinlegt þegar maður er að beygja sig fram að það sjáist í bert og kemur betur út að vera í þægilegu aðhaldi undir. Einnig eru buxurnar frábærar á köldum vetrardögum til að skella sér í undir og klæða af sér kuldann,” segir hún að lokum.
Ef þú hefur ekki nú þegar kynnt þér þessar frábæru vörur er um að gera að skoða úrvalið hér í galleríinu að neðan og á heimasíðu MuffinTopKiller eða á Facebook síðunni þeirra.
Hér má lesa frétt sem við skrifuðum þegar buxurnar komu fyrst á markað í fyrra…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.