Sex and the City eru mínir allra uppáhaldsþættir – og Carrie í algjöru uppáhaldi en sennilega er Carrie Bradshaw einn áhrifamesti karakter sem sést hefur – tískulega séð.
Hver lét sig ekki dreyma um að búa í New York, drekka Cosmo í hádeginu, kaupa sér Vogue í stað matar og labba götur borgarinnar í 15 cm hælum alla daga?
Það gerði ég að minnsta kosti ! – og geri enn..
Patricia Field er konan á bakvið öll epísku dressin í Sex and the city og eitt það eftirminnilegasta er TuTu pilsið sem Carrie klæðist í byrjunaratriði þáttanna.
Það keypti Patricia á 5$ dollara sem gerir um 600 kr. íslenskar! Alltaf hef ég haldið að þetta væri rándýrt pils eftir hátískuhönnuð. Það þarf ekki að kosta mikið að vera fab!
Hérna má sjá nokkur önnur eftirminnileg átfitt hjá Carrie:
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.