Ég hef löngum verið veik fyrir dýramynstri og þá sérstaklega hlérbarða- og blettatígurs, eiginlega alveg síðan ég var fimm ára og lék mér að barbie en uppáhalds barbiedúkkan átti hlébarða stígvél.
Dýramynstur hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu 3-4 ár mér til MIKILLAR ánægju.
Elska eiginlega allt sem er að gerast með þetta mynstur en þá sérstaklega hvað varðar skófatnaðinn.
Ég gerði smá samantekt á því sem mér finnst vera heitast í þessu mynstri. Vona að þú hafir sömu gleði af og ég…
…enda dregur það fram villtu hliðina!
______________________________________________________
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.