Beyoncé og eiginmaður hennar, Jay Z túra nú saman í fyrsta skipti. Þau munu túra í sumar um Bandaríkin og ber tónleikatúrinn heitið On the run.
Beyoncé er ákaflega flott kona og sviðsklæðnaður hennar oftar en ekki eitthvað til að dást að. Þessu klæddist daman á fyrstu tónleikum túrsins í Miami á dögunum:
Fyrsta dressið var Versace samfestingur úr leðri og netaefni. Skildi svosem ekki mikið eftir fyrir ímyndunaraflið þessi eins og sést betur í myndaalbúminu hér að neðan. En hún Queen Bee hefur allveg kroppinn í þetta. Við þennan samfesting bar hún svo þessa ákaflega sérstöku andlitsgrímu. Hún tók þó andlitsgrímuna af þegar líka tók á, sem betur fer…
Aftur klæddist hún Versace samfesting. Litríkum og munstraður í þetta skiptið. Túrbaninn setur punktinn yfir i-ið!
Nýr yfirhönnuður Diesel á svo heiðurinn af þessum gallasamfesting. Á samfestingnum eru hansmíðaðir aukahlutir og Swarovski kristallar. Töffarinn Beyoncé.
Alexander Wang hefur lengi verið í uppáhaldi hjá Beyoncé og hér klæðist hún og dansararnir samfestingi sem er hönnun hans. Leður frá toppi til táar.
Þetta dress þarfnast nánari útskýringar áður en það fær blessun mína. Reyndar efast ég um að ég muni skilja tilganginn með því að flagga rasskinnunum með því að búa til sérstök göt á klæðnaðinn fyrir þær. Hrikalegt. Mínus í tískukladdann þarna!
Það sem hefur vakið hvað mesta athygli við tónleikaferð stjörnuparsins er að á tónleikunum eru spiluð persónuleg myndbönd parsins, bæði úr giftingu þeirra og fæðingu Blue Ivy.
Sjáðu fleiri myndir af tónleikunum hér…
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com