Dragdrottningin og sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, gekk tískupallinn í fyrsta skipti í gær þegar hún sýndi couture haust- og vetrarlínu Jean Paul Gaultier.
Ekki nóg með það að Jean hafi fengið hana til að vera í sýningunni sinni heldur fékk hún þann heiður að loka sýningunni og ganga með Jean Paul sjálfum í lok sýningarinn. Þar kraup Jean á hné fyrir Conchitu en hann heldur mikið upp á söngkonuna.
Jean og Conchita eru hinir mestu mátar og hafa áður sést halda hönd í hönd á ýmsum viðburðum…
Það var ekki bara lokafyrirsætan sem vakti athygli. Í upphafi sýningar gekk eldri, gráhærð kona pallinn. Það er ekki algeng sjón á tískusýningum að eldri konur eru fengnar í hlutverk fyrirsæta sem ætti auðvita að vera sjálfsagður hlutur. Ég ætla því að gefa herra Gaultier hrós fyrir val á fyrirsætum fyrir þessa sýningu sína!
Áfram svona, fjölbreytileikinn er skemmtilegastur!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com