Kate Spade er skemmtilegur fatahönnuður með einstaklega stelpulega og litríka hönnun.
Stórar doppur, litlar doppur, röndótt og fallegir litir einkenna hönnun Kate Spade fyrir haustið 2012. Rauði liturinn er áberandi og eins eru sterk áhrif frá Audrey Hepburn í hönnun hennar. Gaman að skoða svona flotta hönnun og sjá hvernig hún nær að blanda litum og mynstrum saman. Sumir líkja hönnun hennar við stelpu með sleikjó og blöðrur, hlæjandi og valhoppandi um í miðbæ Parísar.
Njótið myndanna!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.