Það er flott línan frá Diesel fyrir haustið og veturinn. Línan þeirra undir nafninu Black Gold er geggjuð.
Mikið af leðri í buxum, pilsum og jökkum. Rosalega flott skreyttar buxur og pils og leðurjakkar með afar smart smáatriðum í skrauti og mynstri. Við sjáum líka lítil veski og töff belti. Herrarnir eru settir í meiriháttar svört jakkaföt og rúllukragapeysu við og hnésíðir frakkar koma sterkir inn.
Litirnir eru að mestu svart en einnig má sjá bleikan og mynstur. Frábær og smart lína, hentar flestum.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.