Það er mjög stutt síðan Daphne Groenevald var uppgvötuð en hún hefur þegar verið á forsíðu Vogue og í mörgum myndaþáttum í bæði Vogue, Vogue Italia, i-D magazine, V magazine og fleiri.
Hún hefur einnig verið í herferðum fyrir Miu Miu, Versace og Louis Vuitton. Daphne kemur frá Hollandi og er ekki nema 16 ára gömul! Nokkuð góður ferill þegar maður er aðeins 16 ára verð ég að segja! Hún er með rosalega spes andlit og ég er viss um að mörgum finnst hún bara hreinlega ófríð en persónulega finnst mér hún mjög mjög falleg. Maður man alltaf eftir henni og hún nær athygli manns strax!
En Daphne er ekki bara fyrirsæta heldur dansar hún líka ballet og finnst gaman að syngja. Hún minnir mig smá á Kate Moss. Það er eitthvað við augnsvipinn. Ætli hún sé næsta Kate Moss? – Hveeer veit…?
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.