Við Pjattrófur kíktum á RFF í Hörpunni í dag og sáum tvær einstaklega skemmtilegar sýningar….
Sú fyrri var með Munda (þar sem voru ekki nægilega góð skilyrði til að mynda á iPhone) og sló hún alveg í gegn enda Mundi Vondi bæði frumlegur og klassí. Síðari sýningin sem við sáum var í Silfurborg en þar fóru fyrirsætur og dansarar á vegum Hildar Yeoman algerlega á kostum við söng Daníels Ágústs. Daníel söng lögin Xanadu og Lady Shave við mikinn fögnuð og sýningin var dásamlega glaðleg og skemmtileg.
Hér eru nokkrar svipmyndir en þú skalt fylgjast með Facebook síðunni okkar annað kvöld þar sem við ætlum að vera með “beina útsendingu” frá stemmningunni, fólkinu og sýningum…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.