Árlega tónlistarhátíðin Coachella Festival var haldin núna 15-17 apríl í Californu. Þar komu fram margir frábærir tónlistarmenn og flott bönd, svo sem The Black Keys, Robyn, Arcade Fire, Mumford & Sons, Strokes og Ratatat svo eitthvað sé nefnt…
…Þessi hátíð hefur alltaf að geyma mjög flott prógramm tónlistar og myndlistar þannig að það er ekki skrítið að það sé flott lið sem flykkist að til að fylgjast með. Þess vegna er líka svo gaman að skoða myndir frá hátiðinni, sjá alla töffarana og tískuna.
Í ár var allt í gangi, til dæmis stuttir og litríkir sumarkjólar, 70´s tíska, grunge lúkk og blúnda við leðurstígvél. Skemmtileg fjölbreytni!
Hér fyrir neðan er myndaalbúm með nokkrum trendskvísum sem gaman er að fletta. Varúð; sumarfílings overload!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.