Ég kynntist hönnun Christopher Kane fyrst þegar hann var gestahönnuður fyrir Topshop fyrir nokkrum árum.
Ég sá strax að þetta var hönnuður sem ég fílaði. Christopher verður sjaldan kallaður “boring” hönnuður.
Hann kemur alltaf með eitthvað ferskt sem maður hefur ekki séð áður. Þannig eiga hönnuðir að vera!
Resort 2012 línan er mjög lík Christopher. Hann blandar saman regnbogalitum , skærum litum og silfur-metalic, blúndu , karlmannssniðum og kvennasniðum og allskyns mynstrum. Þetta hljómar furðulega.
En me LOVES LOVES LOVES it!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.