Hér mætast brimbretta og hjólabrettakappar í nýrri línu frá leikkonunni Chloë Sevigny en fötin hannar hún fyrir Opening Ceremony.
Risa lógó og áberandi mynstur eru aðalsmerki línunnar sem líklegast á eftir að höfða til ‘indí’ krakka á aldrinum 17-30. Þarna má greina áhrif 90’s áranna, rappsins og annara menningarstrauma.
Chloë Sevigny hefur löngu skapað sér nafn sem einskonar tísku-icon í Bandaríkjunum en hún varð fyrst fræg fyrir hlutverk sitt í myndinni Kids eftir leikstjórann Harmony Korine sem fjallar um unglinga í New York.
Fleiri myndir HÉR

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.