Chloe Sevigny er leikkona, fyrrum fyrirsæta og mikill trendsetter og tískuíkon. Chloe skaust ung upp á stjörnuhiminninn þegar hún lék ógleymanlegt hlutverk í KIDS og hefur átt flottan feril í sérstökum og áhrifamiklum kvikmyndum. Var t.a.m tilnefnd til Óskars-verðlauna fyrir hlutverk sitt í “Boys don’t cry” og hlaut Golden Globe verðlaun fyrir þættina” Big Love”.
Þrátt fyrir aðdáunarverðan leikferil þá er hún hvað mest þekkt fyrir flottan og sérstæðan stíl og hefur meira verið fjallað um hana vegna klæðnaðar hennar en leiksigra. Chloe hefur nú nýtt sér þetta innsæi sitt í tísku og stíl og hannar fatnað fyrir Opening Ceremony.
Hún skilar stíl sínum og sérstæðu vel í hönnun sinni og tekst bara vel upp!
Opening Ceremony eru sniðugir og vinna í samstarfi við þekkta hönnuði á borð við Rodarte, Pendleton, Repetto, Agnès B., Alexander Wang, Pamela Love, Carven, Band of Outsiders, og Suno.
Fullt af flottu stöffi og myndir af tískugyðjunni :
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.