Ég á ekki Chie Mihara skó, en ég læt mig dreyma um að eignast þá…Í hvert skipti sem ný lína kemur fletti ég í gegnum dásamlegu skóna af öllum gerðum og andvarpa yfir fegurðinni, ég geng framhjá búðargluggum sem selja Chie Mihara og stari en fer þó örsjaldan inn til að máta, og máta…
Það sem er svo einstakt við Chie Mihara er ekki bara útlitið heldur þægindin, þetta eru einstaklega þægilegir skór, sama hvort hællin er hár eða lágur, skórnir opnir, lokaðir eða stígvél. CM eru klassískir gæðaskór og verðið eftir því, ég var svo óheppin að uppgötva þá ekki fyrr en eftir hrun og það gerir verðið á þeim sérstaklega óhagstætt.
En einn daginn mun ég lækna skóblæti mitt og fjárfesta í einu, eða tveim pörum af Chie Mihara.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.