Gyðja Collection hefur sett á markað nýja línu sem ber nafnið Charm. Um er að ræða tímabundin húðflúr til skrauts.
Tímabundin húðflúr hafa verið áberandi að undanförnu. Það er því ekki amalegt að íslenskt fyrirtæki sé komið með slík á markað! Ég fékk þann heiður að vera ein af þeim sem frumsýna myndir úr herferð Gyðju fyrir þessa nýjung.
Hér frumsýni ég þessar átta:
Virkilega fallegur myndaþáttur!
Ljósmyndari og vinnsla: Anna K
Make up: Nyx
Fatnaður: Júník og héðan og þaðan úr heiminum
Skart og úr: Gyðja Collection
Hár: Pálína Sigurðardóttir
Ég er gungan sem hefur lengi langað að fá mér lítið sætt tattoo en aldrei látið verða af því. Þetta er því fullkomin lausn fyrir mig, í bili!
Ég skellti strax einu á mig og er hæstánægð. Ég valdi mér að þessu sinni lítið rúnatákn á baugfingur. Hef verið einstaklega skotin í litlum tattooum á fingurna að undanförnu! Upplýsingar um hvað rúnirnar og öll hin táknin þýða má finna á bakhlið pakkans, mjög skemtilegt!
Að setja húðflúrið á er mjög auðveld framkvæmd en leiðbeiningar fylgja með skyldi þetta vefjast fyrir einhverjum.
Á dögunum skartaði sjálf Beyoncé húðflúrum í svipuðum stíl á ferðalagi sínu um Ítalíu!
Í hverjum pakka eru 2 spjöld sem á er fjöldi af flúrum; svört, gull- og silfurlituð. Þau koma í þremur útgáfum:
Icelandic National Costume
Innblásin af okkar glæsilega þjóðbúningi og víravirkinu í honum sem er svo fallegt!
Free Spirit
Frelsi, Búddah, friður o.fl. er innblásturinn hér.
Viking Runes
Innblásið af íslensku rúnatáknunum og víkingum.
Tattooin fást í verslun Gyðju sem staðsett er í Bæjarlind í Kópavogi. Fljótlega munu þau einnig fást í fríhöfninni og á fleiri sölustöðum.
Skemmtileg nýjung sem ég mæli með!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com