Karl Lagerfeld kynnti “Resort collection 2012” fyrir Chanel í vikunni og sló í gegn eins og hans er von og vísa.
Collection-ið var kynnt á Frönsku Rivíerunni á Hotel du Cap sem er eitt af dýrustu hótelum í heiminum og var línan svolítið í stíl við það.
Klassísk, vönduð, elegant og bara gordjöss í alla staði!
Aðsniðnir jakkar, hnésíð pils í mildum litum (guli liturinn er geggjaður) og allt í annað hvort svörtu&hvítu var það sem var mest áberandi þetta árið.
Rachel Bilson er með skemmtilegt myndasafn af ferðalagi sínu í Rivíeruna og myndir frá tískusýningunni HÉR.
Svo er eiginlega ekki annað hægt en að láta myndirnar tala sínu máli….

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.