Karl Lagerfeld er þekktur fyrir að vera heldur frumlegur þegar kemur að uppbyggingu á sviðsmyndum fyrir tískusýningar sínar en í þetta skiptið hefur hann líklega toppað sjálfan sig.
Tískusýning Chanel var haldin í The Grand Palais í París í gær og gerði Karl sér lítið fyrir og breytti safninu í matvöruverslun.
Þar mátti finna brauð, kaffi, tómatsósu og kampavín svo fátt eitt sé nefnt, allt merkt Chanel að sjálfsögðu.
Módelin ýmist héldu á innkaupakörfum eða ýttu þeim á undan sér, týndu í þær vörur og gengu að kassanum.
Það er svo sannarlega hægt að vera fínn í tauinu í matvörubúðinni – það gefur Karl Lagerfeld allavega til kynna með þessari sýningu sinni.
Skemmtilega hversdagslegt umhverfi. Smelltu HÉR til að sjá Kendall Jenner á sýningunni.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com