Phoebe Philo aðalhönnuður franska merkisins Céline ákvað að sleppa íburði og fyrirhöfn þetta árið með því að sýna haustlínuna 2012 í tveimur litlum sölum í einkaeign.
Þrátt fyrir að talsvert færri hafi komist að en á fyrri sýningar hafði línan sín áhrif og hreif gesti upp úr skónum.
Skilaboðin voru aðallega fólgin í stærðum og víddum en lítillega bar á því í pre-fall línunni. Nú eru flíkurnar hinsvegar allar komnar á “stera”.
Risastórir jakkar, víðar buxur og sérkennileg en falleg form sem minna jafnvel á Bauhaus tímann í Þýskalandi í arkitektúr.
Líklegast ekki allra en engu að síður gefur Céline oft tóninn fyrir það sem koma skal í öðrum merkjum og þykir meðal fremstu tískuhúsa í París þessi misserin.
________________________________________________________________
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.